Posted on

Ethernet yfir kóax

Láttu aðra vita

Frá Triax er kominn búnaður til að senda internetið yfir það sjónvarps kerfi sem að fyrir er í húsinu. Hægt er að tengja all 64 úttök með allt að 1000 MBit hraða á hverju úttaki. Endabúnaðurinn er með WiFi  aðgangspunkt og RJ45 tengi sem að er settur í herbergin. Þessi búnaður er tilvalinn þar sem að þarf að laga WiFi eins og í hótelum eða gistiheimilum. Það þarf ekki að draga nýjar lagnir í, bara notaðar gömlu sjónvarpslagnirnar án þess að hafa áhrif á sjónvarpsdreifinguna!

Sjá vörur hér

Möguleikar um notkun:

Hér eru nokkur dæmi um hvar þessi lausn gæti gengið og hvernig netið gæti verið útbúið.

Sumarhúsahverfi

Sumarhúsahverfi geta notað einfalda WiFi lausn frá TRIAX sem tryggir góða dreifingu á netinu um allt hverfið, í öll sumarhús og svæði í nágrenninu. Gestir geta tengst netinu án þess að þurfa að koma við í þjónustumiðstöð.

Með bættri móttöku á netinu og tryggara sambandi þá getur okkar WiFi lausn aukið ánægju og bætt umtal fengið gesti til að koma aftur og aftur. Með því að nota loftnetskerfi það sem að er fyrir þá er hægt að halda kostnaði í lágmarki.

Hótel

Hótel geta notað notað nokkrar af WiFi lausnum okkar, allt að fullu stjórnað netkerfi þar sem að gestir og hótel tæki geta tengst aðskilið fljótt og örugglega. Veldu einfalt WiFi eða í tengslum við sjónvarpsdreifingu, skjámyndakerfi og/eða öryggismyndavélar (CCTV).

Þessi lausn sparar lagningu á netkerfi með því að nota þegar lagðan kóax kapal en samt fær hótelið nauðslynlega þjónustu og öryggisuppfærslu sem að eykur ánægju gestanna.

Dvalarheimili aldraðra

Dvalarheimili aldraðra geta nýtt sér WiFi lausnina sem að gefur öruggt þráðlaust net og sjónvarps móttöku í hverju herbergi eða íbúð og að auki í sameiginlegum rýmum.

Skólar

Skólar geta nýtt sér annaðhvort bara WiFi með einfaldri innskráningu eða lausn með WiFi samtvinnuðum með öryggismyndavélum (CCTV).

Keyrðu hvaða fjölda af sjálfstæðum VLAN fyrir nemendur og starfsmenn með góðri dreifingu sem að tryggir bandbreidd jafnvel fyrir kröfumestu nemendurna.