Vorum að fá HDMI rofa með 3 innganga. Með þessum rofa getur þú tengt 3 tæki inn í einn HDMI inngang ef þig vantar fleiri innganga inn í sjónvarpið þitt. Hann er með fjarstýringu og hann er líka þannig að hann skiptir sjálfvirkt yfir á næsta inngang ef að kveikt er á tæki. Einnig fengum við HDMI deili sem að gerir mögulegt að tengja 2 skjái við eitt tæki.
Category: Fréttir
Sky móttakarar
Þá erum við komnir með móttakara fyrir Sky UK. Erum með HD móttakara með 500 Gb disk fyrir upptöku á aðeins kr. 76.900,-.
Hér getur þú séð rásirnar og efnið á þeim.
Athugið að það þarf áskrift til að ná mörgum þessara rása.
Tilboð á AZBox og VUDUO!
Seljum nú síðustu eintökin af AZBox Premium+ og VUDUO á hreinlega frábæru verði! AZBoxið fer á 80.000,- og VU boxið fer á 112.200,-.
Einnig erum við með síðustu DM100 móttakarana á 19.900,-
Sjá í tilboðshorninu okkar á vefversluninni
Lækkun á Dreamboxum!
Með hagstæðum samningum við framleiðanda þá getum við boðið Dreamboxin á hagstæðara verði en áður. Til dæmis er DM500HD komið í 89.900,- og DM800SE er á 129.900,-.
Athugið að við bjóðum aðeins orginal Dreambox en ekki eftirlíkingar.
Meira á verðlistanum hér.
DM7020HD móttakari
Þá er hann kominn frá DreamMultimedia, DM7020HD móttakarinn sem að gefur ný viðmið í móttökurum og margmiðlunar spilurum. Þessi kemur með gervihnatta og sjónvarpsmóttakara sem gerir mögulegt að taka á móti Íslenskum ráum frá loftneti jafnframt móttöku frá gervihnetti. Þráðlaust netkort fylgir einnig með. Það er hægt að setja í hann hvaða stærð sem er af hörðum diski fyrir upptöku. Meira hér.
Dreambox DM800SE komið á lager
Vorum að taka upp sendingu frá DreamMultimedia. Þar á meðal var DM800se og þráðlaust netkort fyrir Dreamboxin
Nánari upplýsingar hér
Sending af HDMI snúrum í hús
Vorum að taka upp sendingu af HDMI snúrum. Við fengum allt frá 30 cm til 20 metra löngum snúrum. Einnig fengum við nokkrar lendir af flötum snúrum og með snúrum með enda sem hægt er að snúa í 180°
Sjá nánar á vefverslun: http://www.oreind.is/catalog/
Lestækja kynning
Þriðjudaginn 31. maí verður kynning á nýjungum í lestækjum fyrir sjóndapra. Fyrirtækin LVI og Optelec eru mjög framanlega á þessu sviði og verða með fræðslu á tækjum sínum. Magnus Bringhed frá sænska fyrirtækinu, LVI, verður á staðnum til skrafs og ráðagerða. Einnig verður Baldur Þór Sveinsson, umboðaðili tækjanna, á staðnum til þess að svara fyrirspurnum gesta.
Kynningin fer fram klukkan 14 til 16 í salarkynnum Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17 á annarri hæð.
Boðið verður upp á hressingu í boði Öreindar, umboðsaðila LVI og Optelec á Íslandi.
Allir velkomnir í Hamrahlíðina
Unicable LNB og rofar frá Smart
Nýtt útlit á heimasíðunni okkar!
Loksins erum við búnir að setja í loftið nýtt útlit á heimsíðunni okkar. Eftir mikla vinnu undanfarnar vikur er nú að koma mynd á nýja síðu hjá okkur. Enn er verið að sníða af vankanta en þetta kemur í rólegheitum. Ef þið sjáið eitthvað sem má betur fara þá eru allar tillögur velþegnar. Njótið!