Fengum nokkra DM7025+ móttakara frá Dream Multimedia á sérstöku tilboðsverði eða aðeins 69.900,-. Áður voru þeir á 119.900,-. Þessi móttakari er með tvo gervihnatta móttakara þannig að það er hægt að taka upp eina stöð og horfa á aðra um leið. Eða þá að skipta út öðrum móttakaranum og setja DVB-T móttakara til þess að geta horft á Íslensku stöðvarnar! Hægt er að setja fulla stærð af hörðum disk í hann til þess að taka upp.
Category: Fréttir
Hirschmann S-HD10 háskerpu móttakari
Nýr háskerpu móttakari frá Hirschmann. Þessi er eifaldur og snöggur. Kemur með 11 fyrirfram uppsetta gervihnetti. Hann er með USB tengi til þess að taka upp og það er hægt að spila tónlist og skoða JPG myndir. Einfaldur í notkun.
- Plug og Play
- HDMI-Útgangur (480p, 576p, 720p, 1080i)
- USB-tengi fyrir JPG og MP3 afspilun
- Upptöku möguleiki með aukalegur USB tengdum diski
- Minna 1 W straumtaka í biðstöðu
- Tónn til að stilla inn diskinn
- Optical Digital hljóð útgangur
- Straumrofi
Tilboðshornið!
Skoðið tilboðshornið okkar á vefversluninni hér.
UN4044 fjórfaldur nemi með fasta útganga á aðeins 1.500,- (áður 4.900,-)
UN5114 fjórfaldur nemi með rofa á aðeins 2.000,- (áður 9.900,-)
Smart MX100 með hörðum diski og tvo móttakara til að taka upp eina stöð og horfa á aðra á sama tíma á aðeins 35.000,- (áður 55.900,-)
Pakka tilboð með 85 cm disk og UN5114, alls aðeins 48.000,-
VU+ DUO
Nýr móttakari hjá okkur! Þetta er Linux móttakari sem notar Enigma2 og er þaraf leiðandi með möguleika á mörgum mismunandi stýrikerfum sem hægt er að velja út. Hann er með tvo móttakara þannig að þú getur tekið upp eina rás og horft á aðra ef þú setur harðan disk í hann. Hann er með nettengingu sem gerir mögulegt að streyma mynd í tölvu.
Eftirlitsmyndavélar
Stafrænn Scart móttakari!
Vorum að fá beint frá framleiðanda nýjan stafrænan móttakara sem tenginst beint í Scart tengi sjónvarpsins. Móttakarinn er settur beint aftan á sjónvarpið og sést þarafleiðandi ekki, bara skynjari fyrir fjarstýringuna er tekinn fram fyrir. Hann er líka með USB tengi sem gerir mögulegt að taka upp og spila margar gerðir margmiðlunar skráa.
Nýr sendir í Skorradal
Digital Ísland er nú komið með nýjan sendi í Skorradal þar sem sent er út á rás 29. Að sjálfsögðu erum við með allan búnað til að ná þessari útsendingu.
Þetta stórbætir þjónustu við sumarhúsaeigendur á svæðinu. Þú nærð RÚV í opinni dagskrá og svo einnig rásunum hér neðan við. Þú færð svo áskrift hjá Stöð 2 og Skjánum.
RÚV | Stöð 2 | Stöð 2+ | |||
Stöð 2 Bíó | Stöð 2 Extra | Skjár Einn | |||
Stöð 2 Sport | Stöð 2 Sport 2 |