Posted on

AZBox komið í hús!

Láttu aðra vita

Þá er það AZBoxið komið á lager. Þessi móttakari er sannkölluð margmiðlunar miðstöð. Þú getur spilað flest allar skráargerðir, spilað af nærnetinu, skoðað Youtube myndbönd, vafrað á netinu og horft á háskerpu gervihnattaútsendingar! Hægt að setja hvaða stærð sem er af hörðum disk í hann, þráðlaust netkort og möguleiki að setja móttakara til að horfa á Íslenska sjónvarpið. Helstu skrárargerðir er VOB, AVI, ASF, WMV, IFO, ISO; Matroska (MKV), MOV (H.264), MP4, RMP4 og fleiri og fleiri.

Posted on

Dreambox DM100

Láttu aðra vita

Nú erum við komnir með minnsta Dreamboxið inn til okkar. DM100 er lítið og nett en samt fullkominn móttakari með fullkomna valmynd sem auðvelt er að nota. DM100 er nettengjanlegt og með USB tengi og á frábæru verði!

Posted on

Triax hjá Öreind!

Láttu aðra vita

Höfum nú hafið innflutning á Triax loftnets og gervihnattabúnaði. Triax var stofnað 1949 í Danmörku og hefur verið í sókn síðan. Munum við smámsaman auka úrval okkar á efni frá þeim. Nú þegar erum við komir með deila frá þeim.

Posted on

Stafræn móttaka

Láttu aðra vita

Nú getur þú fengið loftnet og sjónvarpsmóttakara hjá okkur til að ná stafrænum sendingum RÚV, Skjá 1 og fréttum Stöðvar 2 fyrir aðeins 21.500,-. Það gerist ekki betra!

Það var nýlega settur upp sendir á Miðfelli fyrir Þingvelli þar sem að þetta næst vel. Líka er hægt að nota þetta allstaðar þar sem að stafrænar sendingar eru til staðar.

Hér getur þú séð kort af landinu þar sem að þú sérð sendana nálægt þér. Þar eru stafrænar sendingar skrifaðar inn sem gráar. Nánar hjá Póst og Fjarskiptastofnun.

Posted on

DM8000 HD PVR

Láttu aðra vita

Þá er hann kominn, móttakari mótakaranna! Þessi er sá sem að allir gervihnattaáhugamenn hafa beðið eftir. Háskerpu móttakarinn frá Dream Multimedia sem er hin fullkomna marmiðlunar græja. Hann kemur með tveim S2 móttökurum og hægt er að setja tvo í viðbót í hann hvort sem er gervihnatta eða sjónvarpsmóttakara.

Posted on

Afmælistilboð!

Láttu aðra vita

Þá eru við orðnir 20 ára. Í tilefni afmælisins bjóðum við háskerpumóttakarann Kathrein UFS910 á sérstöku tilboð á aðeins 71.440,- með 85 sm. disk og 0,2 db örbylgjunema! Áður var þetta sett á 89.300,-.

Við höfum ákveðið að halda áfram með tilboðin eða á meðan birgðir endast!

Posted on

Húsbílaloftnet og vatnsheld F tengi

Láttu aðra vita

Vorum að taka upp nýja sendingu af loftnetum fyrir húsbíla frá Teleco. Fengum nýja gerð, Teleplus sem er stefnuvirkt með mikla mögnun. Það er tilbúið fyrir stafræna móttöku. Meira hér.

Frá PPC fengum við svo vatnsheld F tengi sem gerir tengingar úti við örbylgjuloftnet fljótlegri og öruggari. Skoðaðu málið. Meira hér.

Posted on

Afeinangrar fyrir Coax kapla

Láttu aðra vita

Erum búnir að fá afeinangara frá Ripley tools í Bandaríkjunum. Þessi verkfæri eru í hæsta gæða flokki. LDT afeinangrarinn er fyrir RG59 og RG6. Passar fyrir 6,6-7 mm kapla. DDT er líka fyrir RG11. Hægt er að skipta um kassetturnar með skeranum. Afeinangrar mátulega mikið til þessa að nota með þrykktum og skrúfuðum F tengjum.