Loksins er það komið á lager! DM800PVR HD boxið sem beðið hefur verið eftir núna til afgreiðslu strax. Dreambox DM800PVR er nýr öflugur háskerpu móttakari frá Dream Multimedia með Linux stýrikerfi. Hann er með mögueika á að setja harðan disk í fyrir upptöku. DM800PVR er móttakari sem lengi hefur verið beðið eftir. Þetta er minnsti háskerpu móttakarinn með Linux stýrikerfi á markaðnum.
Category: Fréttir
PPC kapaltengi
Erum komnir með F tengi fyrir atvinnumanninn á lager. Þessi tengi eru sérstaklega sterk og vel smíðuð. Öll framleiðsla PPC er skv. ISO 9001:2000 staðli. Þú getur treyst tengjunum frá PPC.
Meira hér.
Háskerpu móttakarinn Kathrein UFS910
Kathrein UFS910 móttakarinn er kominn í hús en hann er háskerpu móttakari með Linux stýrikerfi. Nú þegar er til mikið af hugbúnaði fyrir þennan móttakara sem gerir hann skemmtilegan fyrir þann sem að vill sjá HD og er fyrir tölvur. Hann er með 3 USB tengjum, HDMI, RJ45, tveim scart tengjum og component tengjum. Með nýjasta hugbúnaðinum er mögulegt að taka upp á USB tengdan flakkara.
Nýjar Fjarstýringar
Vorum að fá nýjar fjarstýringar frá Philips. Fengum fjarstýringu fyrir sjónvarp sem að virkar fyrir flestar gerðir. Þessi er vönduð og með flesta þá takka sem að þarf. Svo kom Prestigo sem er fullkomin fjarstýring sem er með snertiskjá en hann sýnir bara þá takka sem að hentar fyrir viðkomandi tæki. Þú getur stjórnað 8 mismunandi tækjum með þessari fjarstýringu. Þessar henta vel ef að fjarstýringin þín er týnd eða er ónýt.
USB tengur sjónvarpsmóttakari
USB móttakari frá Hirschmann til að taka á móti stafrænu sjónvarpsmerki beint í tölvuna þína. Með þessum móttakara sem er framleiddur af Pinnacle systems fylgir loftnet með innbyggðum magnara sem gerir mögulegt að taka á móti sjónvarpsefni nánast hvar sem að þú ert. Þú getur tekið upp á tölvuna þína með forriti beint á tölvuna.
Nýjasti hugbúnaðurinn er hér.
Smart með nýjan móttakara
Vorum að fá móttakara frá Smart. MX40 er með USB tengi sem gerir mögulegt að tengja harðan disk við og þá er hægt að taka efni upp frá gervihnettinum upp á hann.
EnigmaX5 er með innbyggðan Conax afruglara en þá er hægt að nota hann til að opna RUV frá gervihnetti.
MX04 er arftaki RapidoII móttakarans. Hann er fyrir fríar rásir og er mjög einfaldur í notkun. Hægt að stilla inn 5000 rásir, SPDIF útgangur, 32 uppáhadslistar of fleira.
Nýjir magnarar á lager
Vorum að fá nýja gerð magnara frá Hirschmann. GHV834C sem er millistærð af magnara. Hann hentar fyrir millistórar blokkir og stór einbýlishús. Meira hér.
Einnig fengum við GPV845E sem er mjög öflugur magnari sem hentar fyrir stórar blokkir. Meira hér.
Frá Fagor á Spáni fengum við mastursmagnara sem henta vel þar sem að skilyrði eru slæm. Þetta er magnari sem að er með inngang fyrir BI/F, BIII og UHF. Það er ein stillanleg sía á hverju tíðnibandi til að sía út truflanir. Hann er í vönduðu plast húsi og með heitgalvanhúðaðri klemmu fyrir rör.
Nýtt Sky Digibox
Dreambox DM600PVR
Þá er hann loksins kominn á lager hjá okkur. Móttakarinn sem beðið hefur verið eftir. Þessi er tilbúinn fyrir harðan disk, hægt er að velja um sjónvarps móttakara eða gervihnatta móttakara í hann. Keyrir Linux eins og hinir. Það er hægt að fá hann svartan eða silfurlitaðan og svartan. Bara flottur!