Sendar og rásir á Íslandi og það sem næst frá gervihnetti.
Hér erum við með samantekt um helstu rásir og tíðnir sem notaðar eru á Íslandi. Hjá Vodafone er hægt er að sjá staðsetningu allra helstu senda á landinu. Einnig er hér neðan við upplýsingar um rásir frá gervihnöttum sem nást á Íslandi
Hér getur þú séð kort með öllum sjónvarpssendum á landinu
Upplýsingar frá Rover um stafræna sjónvarpsmóttöku hér
RÚV, Rás 1 og Rás 2
365, sendar sjást hér
Skjárinn
Omega
Sjónvarp frá gervihnöttum:
Hægt er að horfa á sjónvarpsefni frá ýmsum löndum með þeim gervihnattadiskum. Mis stóra diska þarf þó og fer stærðin eftir styrk á sendingunum frá gervihnettingum. Hægt er að nota disk allt niður í 65 cm stóra hér á landi til að taka á móti sendingum frá Astra á 28°Austur. Algengast er að nota 100-125 cm. diska hér á landi.
Á síðum Lyngsat er merktur dálkur sem heitir “beam”. Þar er vísað í mynd af styrk á sendingu á viðkomandi efni og er það sýnt í dBW. Hér er tafla með diskastærð miðað við dBW:
dBW
|
Stærð, cm.
|
54
|
45
|
52
|
50
|
50
|
60
|
48
|
70
|
46
|
90
|
44
|
115
|
42
|
145
|
40
|
180
|
38
|
230
|
36
|
280
|
34
|
360
|
32
|
450
|
30
|
570
|
Rásir frá Gervihnetti: (Allt með ljósum bakgrunni er í opinni dagskrá)
Rásir á Astra 2/Eurobird á 28° Austur
Stefna frá Reykjavík er 127° réttvísandi, hallinn 7,7° upp og LNB halli 20°. Til að ná þeim þarf a.m.k. 65 – 85 cm disk. Frá þessum hnetti nærðu yfir 100 fríum sjónvarpsrásum. Rása listi hér. PDF skjal með Fríum_rásum
Rásir á Astra 1 á 19,2° Austur
Stefna frá Reykjavík er 136° réttvísandi, hallinn 10,6° upp on LNB halli 10°. Diskur þarf að vera allavega 120 cm eða stærri. Margar Þýskar rásir eru með lélegum styrk.
Rásir á 15.8-16° austur, Sesat & Eurobird
Stefna frá Reykjavík er 139° réttvísandi, hallinn 11,7° upp og LNB halli 15,6°. Til að ná þeim þarf a.m.k. 1,2-1,5 m disk.
Stefna á Hotbird frá Reykjavík er 142° réttvísandi, hallinn 12,5° upp og LNB halli 15,7°. Til að ná þeim þarf a.m.k. 85 – 120 cm disk.
Stefna á Thor frá Reykjavík er 156,8° réttvísandi, hallinn 15,6° upp og LNB halli 10°. Til að ná þeim þarf a.m.k. 85 – 120 cm disk.
Meiri fróðleik er hægt að nálgast víða á netinu svo sem hér:
Frábær síða til að sjá hvernig á að stilla diskinn: http://www.dishpointer.com/
Hvar leikir eru sýndir í beinni: http://liveonsat.com/index.html
Upplýsingar um rásir á gervihnöttum: www.satbeams.com/
Upplýsingar um rásir á gervihnöttum: http://www.lyngsat.com
Astra : http://www.ses-astra.com
Eutelsat: http://www.eutelsat.com/
Telenor: http://www.telenor.com/
Intelsat: http://www.intelsat.com/
Allt um stafrænar sjónvarpssendingar : http://www.dvb.org/